Kvenréttindafélag Íslands boðar til fundar um nýja bylgju #metoo og gerendur ofbeldis, á Kynjaþingi 13. nóvember kl. 13:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem hún beitir hugmyndafræði gagnrýnna feminískra kenninga til þess að skýra hvernig ofbeldi þrífst og er viðhaldið í nútímasamfélagi. Katrín beinir meðal...Read More
Velkomin á pallborðsumræður Kvenréttindafélags Íslands, þar sem Hildur Sverrisdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn), Kristrún Frostadóttir (Samfylkingin), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (Framsókn), Steinunn Þóra Árnadóttir (VG) og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (Viðreisn) ræða saman um stöðu kvenna í pólitík, kynjahlutföll á þingi og alþingiskosningar 2021. Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins opnar fundinn og Þórdís Valsdóttir stýrir spjalli. 99 ár eru liðin frá...Read More
Fjöldasamstaða hefur verið undirstaða þess árangurs sem við höfum náð í jafnréttismálum á Íslandi. En hafa öll ávallt fundið sér samastað í fjöldanum? Samtvinnun eða intersectionality er sífellt mikilvægara hugtak í femínismanum, sú hugmynd að í jafnréttisbaráttu sé grundvallaratriði að líta til hinna ólíku þátta sem leiða til misréttis. Til þess að ná kynjajafnrétti er...Read More
Hver er staða kynjafræði á öllum skólastigum? Krafan um að kynjafræði, jafnréttisfræði og/eða hinsegin fræði verði gert hærra undir höfði í skólakerfinu hefur orðið æ háværari undanfarin ár. Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands standa að þessum viðburði en þar heyrum við einstaklinga sem starfa innan leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segja frá sinni nálgun og hvaða...Read More
Konur á Íslandi hafa brotið glerþakið í stjórnmálum. Í dag eru konur 38% þingmanna á Alþingi, sem er vissulega afturhvarf frá því sem áður var, og 47,1% bæjarfulltrúa í sveitarstjórnum. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og höfuðborgarsvæðinu eru konur meirihluti sveitarstjórnarfulltrúa. Kynjahlutfallið hefur aldrei verið jafnara, þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að kynjajafnrétti ríki...Read More
Félögum í Kvenréttindafélagi Íslands er boðið að taka þátt í fundi þar sem ræddar verða áherslur í stefnu félagsins. Fundurinn er haldinn í þjóðfundarstíl. Þátttakendum er skipt upp á borð þar sem þeir leggja fram sínar hugmyndir um hvaða áherslur skuli vera í starfi og stefnu félagsins. Í lok fundar draga borðstjórar saman helstu áherslur...Read More
Á fundinum verður rætt við stjórnmálafólk um stöðu kvenna í stjórnmálum og stöðu jafnréttismála á Íslandi. Konum fækkaði hrapallega á þingi í síðustu Alþingiskosningum. Boðað er til sveitarstjórnarkosninga í vor, eigum við eftir að sjá svipaða þróun þar? Hvernig geta stjórnmálaflokkar tryggt jafna þátttöku kynjanna í starfi sínu? Eiga þeir að tryggja jafna kynjaskiptingu á...Read More
Fyrirlestur Logan Smith mun fjalla um hennar upplifun sem þolandi mansals í Bandaríkjunum þegar hún var ung. Hún mun einnig fjalla um hvernig hægt er að skima fyrir þolendum mansals í okkar nánasta umhverfi. Eftir fyrirlesturinn munu Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands bregðast við fyrilrestrinum. Í lokin verða umræður....Read More