Femínísk fjármál er félag sem stofnað var í kjölfar Kynjaþings 2018. Markmið félagsins eru að efla þekkingu á kynjuðum fjármálum og veita stjórnvöldum aðhald. Á kynjaþingi ætlum við að kafa dýpra ofan í tengsl jafnréttismála og stefnumótun ríkisins. T.d.: Eru jafnréttisáhrif af álaveiðum? Hvað þarf að bæta við fæðingarorlof? Eru málefni fólk af erlendum uppruna...Read More
Hver er staða kynjafræði á öllum skólastigum? Krafan um að kynjafræði, jafnréttisfræði og/eða hinsegin fræði verði gert hærra undir höfði í skólakerfinu hefur orðið æ háværari undanfarin ár. Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands standa að þessum viðburði en þar heyrum við einstaklinga sem starfa innan leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla segja frá sinni nálgun og hvaða...Read More
Erindið fjallar um stöðu kvenna sem eru í námi tengdu upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Kynjahlutföll innan deilda og námsbrauta Verkfræði-og Náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands verða til umræðu og ályktanir dregnar út frá þeim. Farið verður yfir helstu áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær hefja nám og hvernig Ada vinnur að því að auðvelda konum...Read More
Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar eiginlega? Hvers vegna er hannyrðapönk tilvalið verkfæri í femínískri baráttu fyrir jafnrétti, gegn nauðgunarmenningu og öðrum samfélagsmeinum? Í þessari vinnustofu mun Sigrún svara eftirfarandi pælingum og einnig gefst þáttakendum tækifæri á að spreyta sig á hannyrðapönki í formi útsaums og perli. Allt hráefni er innifalið.Read More