Hvernig varðveitum við baráttuna? Kvennasögusafn Íslands sýnir valda muni frá femínískri baráttu liðinnar aldar á Kynjaþingi 2021. Munirnir sýna sögu sem ekki væri til staðar nema vegna þess að einstaklingar og félagasamtök héldu utan um gögn frá starfi sínu og afhentu þau safninu til varðveislu. — Nánar um Kynjaþing 2021: Kynjaþing er haldið í Veröld...Read More
Í umræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna í sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag sögðust öll vera samþykk því að gera kynjafræði að skyldufagi. Félag kynjafræðikennara er nýstofnað. Stærstu umræður samfélagsins þessi misserin eiga sér upphaf hjá ungu fólki og eru oftar en ekki kynjafræðilegar í grunninn. Kynjafræðikennari var nýlega í framboði til að verða formaður Kennarasamband Íslands. Er framtíðin...Read More
Sýning á stuttmyndinni “ÉG” eftir Hallfríði Þóru Tryggvadóttur og Völu Ómarsdóttur, kl. 16:00 á Kynjaþingi í Veröld. Eftir sýninguna verður Q&A með leikstýrunum og skipuleggjendum RVK Feminist Film Festival, Leu Ævars og Sólrúnu Freyju Sen. Stuttmyndin ÉG er eftir Hallfríði Þóru Tryggvadóttur og Völu Ómarsdóttur og var unnin í samvinnu við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur....Read More
Samtökin ‘78 hafa árum saman barist fyrir bættri hatursglæpalöggjöf án árangurs. Síðustu vikur hefur staðið yfir samfélagsleg umræða um hatursglæpi og -áróður eftir að ungur hommi birti upptöku af símtali þar sem honum var hótað ofbeldi fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Samtökin ’78 héldu í kjölfarið viðburðinn Hatur, nú og þá, á haustfundi sínum....Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar til fundar um nýja bylgju #metoo og gerendur ofbeldis, á Kynjaþingi 13. nóvember kl. 13:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem hún beitir hugmyndafræði gagnrýnna feminískra kenninga til þess að skýra hvernig ofbeldi þrífst og er viðhaldið í nútímasamfélagi. Katrín beinir meðal...Read More
Velkomin á smiðju Sigrúnar hannyrðapönkara, laugardaginn 13. nóvember milli kl. 13 og 16. Smiðjan er haldin kaffihúsinu í Veröld, húsi Vigdísar. Sigrún hannyrðapönkari fer yfir grunnatriði útsaums og hvernig er hægt að graffa almenningsrými bæði með nýjum og gömlum útsaumi og þannig stuðla gegn sóun textíls með afturnýtingu. Hver og ein manneskja sem vill láta gott...Read More
ASÍ, the Icelandic Confederation of Labour, invites you to a roundtable discussion on discrimination in the workplace, at Kynjaþing in Veröld, on November 13th at 4 p.m. Participants: Agnieszka Sokolowska – Librarian and interpreter Defining the village – Women of foreign origin and social exclusion in the workplace Ruth Adjaho Samúelsson – CEO of Ketura,...Read More
Femínísk fjármál standa fyrir vinnustofu/umræðufundi sem byggir á aðferðafræði kynjaðra fjármála, á Kynjaþingi laugardaginn 13. nóvember kl. 16:00. Á viðburðinum ræðum við um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á komandi kjörtímabili, næstu skref í átt að auknu jafnrétti og réttlæti með tilliti til ríkisfjármála og hvað það er sem við komum til með...Read More
Velkomin í örnámskeið Rótarinnar, laugardaginn 13. nóvember kl. 15:00 á Kynjaþingi. Örnámskeiðið er sýnishorn úr námskeiðinu Konur finna styrk sinn (https://www.rotin.is/konur-finna-styrk-sinn/) sem ætlað er konum með áfallasögu og/eða vímuefnavanda. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir stuttlega frá námskeiðum Rótarinnar og svo ætlar Þórunn Sif Böðvarsdóttir, leiðbeinandi á námskeiðum Rótarinnar og ráðskona, að leiða okkur í...Read More