Áfallasaga kvenna, Kvennaathvarfið og Stígamót bjóða ykkur velkomin á fund um ofbeldi gegn konum á Íslandi, í Veröld kl. 14:00 laugardaginn 13. nóvember. Unnur Valdimarsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknarinnar Áfallasögu kvenna um algengi ofbeldis gegn konum á Íslandi og heilsufarslegum afleiðingum þess. Rannsóknin tók til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta...Read More
Markmið þessa viðburðar er að skoða hvort að það megi færa rök fyrir því að konum sem hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum upplifi það sem mætti kalla stofnanalegt ofbeldi í þessum aðstæðum og hefur enska hugtakið e. secondary victimization verið notað til að lýsa þeim aðstæðum en það einkennist oft af kvíða, efa,...Read More
Jokka G. Birnudóttir kynnir starfsemi Aflsins á Akureyri og ræðir um leiðina frá ofbeldi til úrlausnar. *** Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Þau voru stofnuð 2002 og eru rekin á Akureyri.Read More
Í lok febrúar héldu Stígamót námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Megin tilgangur námskeiðsins var að þátttakendur myndu öðlast dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynferðisofbeldi gegn konum. Einnig var tilgangurinn að skoða hvernig baráttan hefur þróast og hvaða hlutverk karlar hafa í baráttunni. Stefnt er...Read More
Miklar sviptingar hafa átt sér stað í þjóðfélagsumræðunni, ekki bara hér á landi heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í...Read More
Eruð þið sjúklega ástfangin eða “sjúk”lega ástfangin? Í febrúar fór fram átak á vegum Stígamóta undir heitinu Sjúk ást þar sem vakin var athygli á ofbeldi í unglingasamböndum og áhersla lögð á heilbrigð samskipti. Hér verður fjallað um þann raunveruleika sem við sjáum á Stígamótum sem ýtti okkur út í þetta átak, hvernig átakið fór...Read More